Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 14:51 Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek tókust hart á um stöðu íbúðarmála í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20