Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2021 22:11 Feðginin Hafþór Gunnarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir við eyðibýlið í Skálavík. Arnar Halldórsson Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45