Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 21:13 Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu. Neytendur Verslun Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu.
Neytendur Verslun Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira