Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 19:12 Starfsmenn FBI við hús í Washington sem sagt er tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. AP/Manuel Balce Ceneta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) leituðu í dag í húsum í Washington DC og New York sem sögð eru tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. Atlagan tengist rannsókn FBI en yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt Deripaska refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira