Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2021 21:00 Feðginin Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir, danshöfundur sem hafa verið allt í öllu á æfingarferli söngleiksins, ásamt öðru góðu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli. „Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót og allir gjörsamlega að sturlast af spenningi. Ég er svo heppin að fá að leikstýra þessu verki og þessum glæsilega hóp, sem er einstaklega hæfileikaríkur og metnaðarfullur og ég held að árangurinn verði eftir því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, sem leikstýrir verkinu. „Andi Rúnars svífur hér yfir vötunum og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu Rúnars þessarar hetju æsku minnar,“ bætir Karl Ágúst við. Dóttir hans, Brynhildur er danshöfundur sýningarinnar. „Það eru frábærar dansarar í sýningunni, ég eiginlega átti ekki von á því að þetta yrði svona flott, en það kom svo fljótt í ljós að það væru geggjaðir dansarar hér hjá leikfélaginu,“ segir Brynhildur. Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar heitins í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söngleikurinn verður frumsýndur föstudagskvöldið 22. október. Eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma. Hann samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi í Keflavík. Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson eru handritshöfundar verksins. „Rúnar hefur náttúrulega mikla tenginu við bæjarfélagið að sjálfsögðu. Hann er líka afi minn þannig að ég vildi heiðra hans minningu,“ segir Brynja Ýr. En um hvað fjallar verkið? „Um ástir og líf ungra tónlistarmanna , sem eru að reyna að slá í gegn í mjög stuttu máli,“ segir Guðlaugur Ómar. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Mortens og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki, sem tekur þátt í verkinu. Handritshöfundarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, sem eru mjög spennt fyrir frumsýningunni föstudagskvöldið 22. október í Keflavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að nálgast miða á sýninguna
Reykjanesbær Tónlist Leikhús Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira