Hærri lágmarkslaun þýða ekki færri störf Drífa Snædal skrifar 15. október 2021 11:30 Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 28.06.2025 Halldór Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar