Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. október 2021 14:29 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landliðsins, sagðist í lok september ekki hafa fengið þau skilaboð að ofan um að hann mætti ekki velja ákveðna leikmenn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36