Nýi Súpermann er tvíkynhneigður Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 08:36 Jon Kent sem Súpermann (t.v.) og Jay Nakamura (t.h.) í ástríðufullum kossi í nýjasta hefti myndasögunnar um Súpermann. DC Comics DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann. Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira