Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 19:34 Loftmynd af vettvangi. Örin sýnir hvar bifreiðin fór út af veginum. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis. Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis.
Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15