Getur verið að lögleg skattlagning sé í raun dulbúin sekt? Halldór Sigurðsson skrifar 9. október 2021 13:01 Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar