„Nagladekk eru bara úrelt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2021 11:38 Ágústa Þóra Jónsdóttir er varaformaður Landverndar. Úr einkasafni/Vilhelm Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa. Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa.
Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02
Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00
Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent