Einfalda þarf regluverk um vindorku Einar Mathiesen skrifar 6. október 2021 10:01 Vindmyllur hafa heldur betur „sótt í sig veðrið“ undanfarin ár og misseri. Tæknin er þó síður en svo ný af nálinni, en vindmyllur hafa malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2.000 ár. Eftir tímabil jarðefnaeldsneytis frá iðnbyltingu hefur vindorkan undanfarin ár orðið raunhæfur kostur í orkubúskap heimsins, þar sem eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist á heimsvísu. Tækniframfarir hafa gert þennan kost fýsilegan og ýmsir þættir hafa gert hann ódýrari og hagkvæmari en áður var. Vindorka á drjúgan þátt í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað í heiminum. Kjöraðstæður á Íslandi Hér á Íslandi eru betri aðstæður til reksturs vindmylla en víðast hvar annars staðar í veröldinni. Hér telst logn til tíðinda og þar að auki er raforkukerfið þannig uppbyggt, að vindorka upp að ákveðnu marki hentar sérlega vel sem nýr orkugjafi. Eins og við vitum er vatnsaflið ráðandi í kerfinu, enda er þar um stöðugan og fyrirsjáanlegan aflgjafa að ræða. Svo skemmtilega vill til að þegar rennsli í miðlunarlón er hvað minnst, yfir vetrartímann, er nýtni vindmylla á Íslandi mest. Þetta sýnir reynsla okkar af rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell undanfarin ár. Því má svo bæta við að meðalnýtni myllanna okkar er 42%, borið saman við 25% að meðaltali á Bretlandi og meginlandi Evrópu á landi. Vissulega hefur vindorka sína galla. Hún er hverful, því stundum koma annars langþráðir logndagar. Þó er hún sem fyrr segir mun áreiðanlegri hér á landi en víðast hvar erlendis. Þá hafa vindmyllur ótvíræð sjónræn umhverfisáhrif, auk hljóðmengunar í næsta nágrenni. Varanleg umhverfisáhrif eru þó mjög lítil, þar sem vindmylla sem tekin er niður skilur nánast ekkert eftir sig. Engin vindlundur starfræktur Í íslenska raforkukerfinu er ekki starfræktur neinn vindlundur. Í skýrslu verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar, sem lögð var fram í apríl, voru þrír vindorkukostir settir í nýtingarflokk og tveir í biðflokk, af 34 sem sendir voru inn. Tveimur af þessum þremur kostum hefur verið hafnað hjá hlutaðeigandi sveitastjórnum síðan þá. Landsvirkjun bindur miklar vonir við að vindorka verði þriðja stoðin í raforkukerfi fyrirtækisins, með vatnsafli og jarðvarma. Við erum að þróa tvo vindorkukosti: Blöndulund og endurhannaðan Búrfellslund. Mikil vinna hefur verið lögð í að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif þessara hagkvæmu kosta, sem yrðu ákjósanleg viðbót við raforkukerfið og myndu styrkja það til muna. Við þurfum að láta verkin tala þegar kemur að orkuskiptum. Til þess að ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsamningnum, þarf að ráðast í 300 MW orkuöflun, samkvæmt greiningu Samorku. Fjárfesta þarf fyrir um 15 milljarða króna árlega þangað til, í flutnings- og dreifikerfi. Á móti kemur 20-30 milljarða árlegur gjaldeyrissparnaður vegna minni eldsneytiskaupa. Samkvæmt Parísarsamningnum þurfa tveir af hverjum þremur bílum á götunni að vera orðnir rafbílar fyrir árið 2030, en áætla má að heimilin spari um 400.000 krónur árlega með því að skipta yfir í rafbíl og sleppa eldsneytiskaupum. Ef markið er sett hærra og stefnt að fullum orkuskiptum í fólksbílaflotanum á sama tímabili mun þurfa 600 MW af orku til viðbótar við núverandi kerfi. Ef við ætlum svo að ná algjörum orkuskiptum og skipta alfarið út jarðefnaeldsneyti fyrir innlenda hreina orkugjafa í bílum, skipum og flugvélum innanlands, þyrfti um 1.200 MW til viðbótar við orkuvinnsluna eins og hún er í dag. Óvissa um leyfisveitingaferli Það segir sig sjálft, að þessum árangri náum við ekki við það laga- og regluverk sem nú er í gildi. Tryggja þarf að leyfisveitingaferli gangi fyrir sig með eðlilegum hætti, ekki þeim hætti sem tíðkast hefur undanfarin ár. Óhætt er að segja að rammaáætlunarferlið hafi beðið skipsbrot á síðustu árum. Verkefnastjórn hóf vinnu við þriðja áfanga í mars 2013, fyrir rúmum átta árum, og skilaði niðurstöðu rúmum þremur árum síðar. Tillagan var aldrei afgreidd á Alþingi. Ekki heldur tillaga verkefnisstjórnar fyrir fjórða áfanga, sem kom út núna í lok mars, eftir þriggja ára vinnu. Þá hefur skýrsla þverpólitískrar nefndar á vegum umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu valdið mikilli óvissu um uppbyggingu og þróun orkukosta á Íslandi. Áform um stofnun hálendisþjóðgarðs munu hafa mikil áhrif á frekari möguleika til frekari nýtingar vatnsafls, jarðvarma og vindorku. Einnig má nefna að umhverfis- og auðlindaráðherra fól Skipulagsstofnun árið 2018 að hefja vinnu við breytingar á landsskipulagsstefnu fyrir árin 2015-2026, en þær breytingar voru settar fram í þingsályktunartillögu í vor sem gekk síðan til umhverfis- og samgöngunefndar. Þar er gert ráð fyrir að skipulagsyfirvöld framfylgi stefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu í skipulagsáætlunum. Þetta mun hafa áhrif á áætlanir á borð við byggðaáætlun, kerfisáætlun, rammaáætlun og samgönguáætlun, svo dæmi séu tekin. Rammaáætlun er ekki hentug fyrir vindorku Í vor var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, um málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að málsmeðferð vindorku sé áfram innan rammaáætlunar, en með breyttu fyrirkomulagi. Landsvirkjun hvetur hinsvegar eindregið til þess að tekin verði af öll tvímæli um að uppbygging og nýting vindorku falli ekki undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun og að við ákvörðun um val á staðsetningum verði ákvarðanavald í höndum sveitarfélaga í samræmi við skipulagslög. Lög um náttúruvernd henti vel til að gefa skýrar leiðbeiningar um hvaða svæði henti ekki til uppbygginga vindorkuvera út frá náttúruverndarsjónarmiðum sem og önnur löggjöf sem tryggja á sértæka vernd svæða út frá m.a. minjavernd og vatnsvernd. Almenn stefnumörkun stjórnvalda um málaflokkinn á síðan vel heima í landsskipulagsstefnu eins og framan greinir. Brýnt er að draga úr þeirri óvissu sem ríkir um leyfisveitingaferli vindorku, ef mögulegt á að vera að mæta aukinni raforkuþörf með þessum hagkvæma virkjunarkosti. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda er ferli rammaáætlunar ekki hentugt til afgreiðslu á vindorkukostum. Ljóst er að fyrrnefnt frumvarp til breytinga á lögum um málsmeðferð vindorku er ekki til þess fallið að einfalda regluverkið. Mikilvægt er að setja fram nýja og einfalda nálgun á málsmeðferðina, þannig að leyfisveitingaferlið taki ekki lengri tíma en tólf mánuði. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Stjórnsýsla Vindorka Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vindmyllur hafa heldur betur „sótt í sig veðrið“ undanfarin ár og misseri. Tæknin er þó síður en svo ný af nálinni, en vindmyllur hafa malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2.000 ár. Eftir tímabil jarðefnaeldsneytis frá iðnbyltingu hefur vindorkan undanfarin ár orðið raunhæfur kostur í orkubúskap heimsins, þar sem eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist á heimsvísu. Tækniframfarir hafa gert þennan kost fýsilegan og ýmsir þættir hafa gert hann ódýrari og hagkvæmari en áður var. Vindorka á drjúgan þátt í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað í heiminum. Kjöraðstæður á Íslandi Hér á Íslandi eru betri aðstæður til reksturs vindmylla en víðast hvar annars staðar í veröldinni. Hér telst logn til tíðinda og þar að auki er raforkukerfið þannig uppbyggt, að vindorka upp að ákveðnu marki hentar sérlega vel sem nýr orkugjafi. Eins og við vitum er vatnsaflið ráðandi í kerfinu, enda er þar um stöðugan og fyrirsjáanlegan aflgjafa að ræða. Svo skemmtilega vill til að þegar rennsli í miðlunarlón er hvað minnst, yfir vetrartímann, er nýtni vindmylla á Íslandi mest. Þetta sýnir reynsla okkar af rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell undanfarin ár. Því má svo bæta við að meðalnýtni myllanna okkar er 42%, borið saman við 25% að meðaltali á Bretlandi og meginlandi Evrópu á landi. Vissulega hefur vindorka sína galla. Hún er hverful, því stundum koma annars langþráðir logndagar. Þó er hún sem fyrr segir mun áreiðanlegri hér á landi en víðast hvar erlendis. Þá hafa vindmyllur ótvíræð sjónræn umhverfisáhrif, auk hljóðmengunar í næsta nágrenni. Varanleg umhverfisáhrif eru þó mjög lítil, þar sem vindmylla sem tekin er niður skilur nánast ekkert eftir sig. Engin vindlundur starfræktur Í íslenska raforkukerfinu er ekki starfræktur neinn vindlundur. Í skýrslu verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar, sem lögð var fram í apríl, voru þrír vindorkukostir settir í nýtingarflokk og tveir í biðflokk, af 34 sem sendir voru inn. Tveimur af þessum þremur kostum hefur verið hafnað hjá hlutaðeigandi sveitastjórnum síðan þá. Landsvirkjun bindur miklar vonir við að vindorka verði þriðja stoðin í raforkukerfi fyrirtækisins, með vatnsafli og jarðvarma. Við erum að þróa tvo vindorkukosti: Blöndulund og endurhannaðan Búrfellslund. Mikil vinna hefur verið lögð í að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif þessara hagkvæmu kosta, sem yrðu ákjósanleg viðbót við raforkukerfið og myndu styrkja það til muna. Við þurfum að láta verkin tala þegar kemur að orkuskiptum. Til þess að ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsamningnum, þarf að ráðast í 300 MW orkuöflun, samkvæmt greiningu Samorku. Fjárfesta þarf fyrir um 15 milljarða króna árlega þangað til, í flutnings- og dreifikerfi. Á móti kemur 20-30 milljarða árlegur gjaldeyrissparnaður vegna minni eldsneytiskaupa. Samkvæmt Parísarsamningnum þurfa tveir af hverjum þremur bílum á götunni að vera orðnir rafbílar fyrir árið 2030, en áætla má að heimilin spari um 400.000 krónur árlega með því að skipta yfir í rafbíl og sleppa eldsneytiskaupum. Ef markið er sett hærra og stefnt að fullum orkuskiptum í fólksbílaflotanum á sama tímabili mun þurfa 600 MW af orku til viðbótar við núverandi kerfi. Ef við ætlum svo að ná algjörum orkuskiptum og skipta alfarið út jarðefnaeldsneyti fyrir innlenda hreina orkugjafa í bílum, skipum og flugvélum innanlands, þyrfti um 1.200 MW til viðbótar við orkuvinnsluna eins og hún er í dag. Óvissa um leyfisveitingaferli Það segir sig sjálft, að þessum árangri náum við ekki við það laga- og regluverk sem nú er í gildi. Tryggja þarf að leyfisveitingaferli gangi fyrir sig með eðlilegum hætti, ekki þeim hætti sem tíðkast hefur undanfarin ár. Óhætt er að segja að rammaáætlunarferlið hafi beðið skipsbrot á síðustu árum. Verkefnastjórn hóf vinnu við þriðja áfanga í mars 2013, fyrir rúmum átta árum, og skilaði niðurstöðu rúmum þremur árum síðar. Tillagan var aldrei afgreidd á Alþingi. Ekki heldur tillaga verkefnisstjórnar fyrir fjórða áfanga, sem kom út núna í lok mars, eftir þriggja ára vinnu. Þá hefur skýrsla þverpólitískrar nefndar á vegum umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu valdið mikilli óvissu um uppbyggingu og þróun orkukosta á Íslandi. Áform um stofnun hálendisþjóðgarðs munu hafa mikil áhrif á frekari möguleika til frekari nýtingar vatnsafls, jarðvarma og vindorku. Einnig má nefna að umhverfis- og auðlindaráðherra fól Skipulagsstofnun árið 2018 að hefja vinnu við breytingar á landsskipulagsstefnu fyrir árin 2015-2026, en þær breytingar voru settar fram í þingsályktunartillögu í vor sem gekk síðan til umhverfis- og samgöngunefndar. Þar er gert ráð fyrir að skipulagsyfirvöld framfylgi stefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu í skipulagsáætlunum. Þetta mun hafa áhrif á áætlanir á borð við byggðaáætlun, kerfisáætlun, rammaáætlun og samgönguáætlun, svo dæmi séu tekin. Rammaáætlun er ekki hentug fyrir vindorku Í vor var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, um málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að málsmeðferð vindorku sé áfram innan rammaáætlunar, en með breyttu fyrirkomulagi. Landsvirkjun hvetur hinsvegar eindregið til þess að tekin verði af öll tvímæli um að uppbygging og nýting vindorku falli ekki undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun og að við ákvörðun um val á staðsetningum verði ákvarðanavald í höndum sveitarfélaga í samræmi við skipulagslög. Lög um náttúruvernd henti vel til að gefa skýrar leiðbeiningar um hvaða svæði henti ekki til uppbygginga vindorkuvera út frá náttúruverndarsjónarmiðum sem og önnur löggjöf sem tryggja á sértæka vernd svæða út frá m.a. minjavernd og vatnsvernd. Almenn stefnumörkun stjórnvalda um málaflokkinn á síðan vel heima í landsskipulagsstefnu eins og framan greinir. Brýnt er að draga úr þeirri óvissu sem ríkir um leyfisveitingaferli vindorku, ef mögulegt á að vera að mæta aukinni raforkuþörf með þessum hagkvæma virkjunarkosti. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda er ferli rammaáætlunar ekki hentugt til afgreiðslu á vindorkukostum. Ljóst er að fyrrnefnt frumvarp til breytinga á lögum um málsmeðferð vindorku er ekki til þess fallið að einfalda regluverkið. Mikilvægt er að setja fram nýja og einfalda nálgun á málsmeðferðina, þannig að leyfisveitingaferlið taki ekki lengri tíma en tólf mánuði. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun