„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2021 14:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. Visir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki. Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Fréttastofa fjallaði nýlega um nýframkvæmd í Breiðholti þar sem íbúar lýstu því hvernig verkefnið fór algjörlega úrskeiðis í höndum verktaka. Þá kom fram að verkfræðistofa sem var ráðin til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu hafi ekki sinnt því. Um er að ræða tugamilljóna króna framkvæmd sem þarf samkvæmt óháðum aðila að vinna upp á nýtt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að verktakar skili af sér ófullgerðum verkum. „Við fáum reglulega til okkar dæmi um verktaka sem ekki standast kröfur eða standa ekki við verk sín og yfirleitt eru þetta stór og viðamikil mál,“ segir Breki. Hann segir þó óvanalegt að eftirlit eins og virðist vera í þessu dæmi sé líka í ólagi. „Það virðist vera sem húsfélagið hafi verið að gera allt sitt til að koma í veg fyrir svona gallamál með því að ráða verkfræðistofu til að hafa eftirlit og umsjón með verkinu. En því miður virðist það eftirlit og sú umsjón ekki hafa staðist. Við höfum ekki fengið beint svona dæmi um að eftirlitsaðili sinni ekki verkefni sínu. Það er sjaldgæft að eftirlitið klikki líka. Hins vegar eru fjölmörg mál þar sem aðilar hafa farið í gjaldþrot og ekki klárað verk en samt þegið greiðslu að hluta eða heild eins og gerðist í þessu tilviki,“ segir Breki. Allt virðist fara úrskeiðis í þessu máli. „Það virðist allt hreinlega klikka í þessu máli,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk kynni sér verktaka áður en þeir séu fengnir í framkvæmdir. „Svona mál eru of algeng og eitthvað sem við verðum að takast á því þetta er stórtjón fyrir þá sem lenda í þessu en þetta er líka þjóðfélagstjón,“ segir Breki. Breki segir að bregðast þurfi við kennitöluflakki með markvissum aðgerðum. „Til að koma í veg fyrir svona kennitöluflakk og fúsk þá verða að koma til aðgerðir stjórnvalda og félagasamtaka. Með því væri hægt að leggja á raunverulegt atvinnubann á þá sem stunda slíkt,“ segir Breki.
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Íbúar æfir: Tugmilljóna króna nýframkvæmd dæmd ónýt Talsmaður íbúa fjölbýlis í Breiðholti segir eigendur standa uppi ónýtt verk vegna hönnunargalla og ónógs eftirlits að hálfu VSB verkfræðistofu. Stofan hafi fengið verktaka með brotaferil að baki til að vinna verkið sem hafi algjörlega mislukkast. 1. október 2021 20:30