Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2021 19:01 Svæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi Vísir/Egill Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku. Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“ Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“
Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira