Er sumarhúsið klárt fyrir veturinn? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. september 2021 08:00 Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun