Eldflaugareldsneyti lýsti upp himininn í gærkvöldi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 10:13 Sólin lýsti upp eldsneytið frá Atlas V-eldflauginni þannig að það skein skært á kvöldhimninum yfir Íslandi og Evrópu. Atli Þór Jónsson Margir virðast hafa orðið varir við ljósagang yfir landinu í gærkvöldi. Þar var á ferðinni eldsneyti frá eldflaug sem skotið var á loft með gervitungl í gærdag, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins. Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds. Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds.
Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði