Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 22:01 Formenn allra flokkanna, sem tóku þátt í leiðtogakappræðum RÚV í kvöld, voru sammála um að kynjafræði eigi að vera kennd í framhaldsskólum sem skyldufag. Vísir/Vilhelm Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu. Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu.
Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði