Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Snorri Másson skrifar 29. september 2021 19:16 Krabbameinsfélagið annast ekki skimanir fyrir krabbameini kvenna lengur en ljóst er að brotalamir voru í framkvæmd þeirra skimana á meðan þær voru á forræði félagsins. Vísir/Vilhelm Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09