Stöðugt loftslag, undirstaða alls Finnur Ricart Andrason skrifar 24. september 2021 07:30 Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar