Viltu svona samfélag? Árni Múli Jónasson skrifar 22. september 2021 12:45 Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar