Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2021 14:30 Hér voru eitt sinn hús og ekkert hraun. AP Photo/Emilio Morenatti) Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images
Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23
Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23
„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19