Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. september 2021 12:45 Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun