Lækkum skattbyrði barnafólks, hækkum skatta á ríkasta 1 prósentið Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. september 2021 12:01 Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Skattar og tollar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar