Heilbrigð sál í hraustum líkama Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 20. september 2021 21:00 Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar