Lágkúra Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 19. september 2021 10:00 Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Evrópusambandið Landbúnaður Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar