Tölum um Evrópusambandið Dóra Sif Tynes skrifar 20. september 2021 08:02 Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Dóra Sif Tynes Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun