Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 22:25 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira