Tími sósíalismans er kominn Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. september 2021 15:15 Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar