Tími sósíalismans er kominn Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. september 2021 15:15 Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum. Piketty sló í gegn með bók sinni um auðmagnið á 21. öldinni. Þar sýndi hann fram á hvernig kapítalisminn flytur linnulaust auð og fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og fá aldrei nóg. Kapítalisminn er eins og Matador, spilið sem búið var til honum til háðungar. Á endanum á einn allt og hinir ekkert. Eftir Auðmagnið á 21. öld skrifaði Piketty um völd og stjórnmál og afhjúpaði afleiðingar þess að forysta verkalýðshreyfingar og þeirra flokka sem hún gat af sér missti tengsl við brauðstrit venjulegs fólks, samsamaði sig við elítu auðvaldsins og aðlagaði stefnu hreyfingar og flokka almennings að hugmyndafræði hinna ríku, nýfrjálshyggjuna. Og studdi þannig í raun gagnbyltingu auðvaldsins gegn sigrum sósíalískrar verkalýðsbaráttu á tuttugustu öld. Sigur hægrisins fólst í uppgjöf vinstrisins. Nú hefur Piketty gefið út bók sem heldur því fram í titli að tími sósíalismans sé runninn upp. Hann færir í henni rök fyrir að engir aðrir kostir séu í stöðunni, valið sé á milli þess að ganga enn lengra inn eftir myrkrum gangi nýfrjálshyggjunnar eða snúa af þeirri braut og byggja upp réttlátt samfélag á grunni sósíalískra hugsjóna um samkennd, réttlæti og jöfnuð. Piketty er að segja okkur að við getum ekki þjónað tveimur herrum. Óskhyggja elítu hinna fyrrum sósíalísku flokka gengur ekki upp; um að við getum fært fólk réttlæti og jöfnuð en samt þjónað hinu fjármálavædda skrímsli, auðvaldinu sem hefur þanist út af völdum og auð á tímum nýfrjálshyggjunnar. Það er bara ekki hægt. Gleymið því. Þetta skrímsl mun að óbreyttu aðeins vaxa og traðka niður allt réttlæti, éta upp allan auð, gleypa allt vald, eigna sér allar auðlindir og eyða samfélaginu. Almenningur mun verða sem gestur í veröld sem hin ríku og valdamiklu drottna yfir. Frammi fyrir þessari ógn er sósíalisminn eina svarið. Og alveg eins og við í Sósíalistaflokknum vitum, þá segir Piketty að það sé hlutverk okkar í dag að endurfæða hugsjón sósíalismann inn í okkar samtíma, skapa nýjan sósíalisma sem fellur að okkur áskorunum okkar tíma, að okkar þrám og draumum. Það er enginn annar valkostur. Valið stendur á milli verstöðvar Samherja eða samfélags byggt upp af hagsmunum, vonum og væntingum fjöldans. Þið getið annað hvort haldið áfram óbreyttri stefnu og misst samfélagið og brotið niður lífsskilyrði komandi kynslóða. Eða þið getið hafust handa við að byggja upp annars konar samfélag. Kjósandi góður. Þetta eru gatnamótin sem þú stendur á. Valið er þitt 25. september. Hvort viltu ganga inn myrka götu nýfrjálshyggjunnar eða í átt að réttlæti, jöfnuði, mannvirðingu og samkennd. Sú leið heitir sósíalismi. Það er engin millileið. Það er niðurstaða Piketty. Þau sem halda því fram að þau geti galdrað fram réttlæti og jöfnuð inn í myrku sundi nýfrjálshyggjunnar eru annað hvort vísvitandi að segja ósatt eða þau hafa misst af lærdómi síðustu ára, geta ekki skilið þær umbreytingar sem urðu við Hrunið 2008 og kórónufaraldurinn á liðnum misserum. Kostirnir eru tveir: Áframhaldandi nýfrjálshyggja eða sósíalismi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun