„Sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 21:59 Gunnar Karl segir mikla viðurkenningu á þeirri miklu vinnu sem hann og annað starfsfólk staðarins vinni felast í Michelin-stjörnunni sem Dill var veitt í dag. Aðsend Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna. „Ég sit hérna heima hjá mér með öllu starfsfólkinu og fjölskyldunni og við erum að fá okkur smá kampavín,“ sagði Gunnar Karl þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í kvöld. Eðli málsins samkvæmt var hann afar ánægður með að vera veitt stjarnan annað árið í röð, en tilkynnt var hvaða staðir á Norðurlöndunum fengju stjörnuna á blaðamannafundi í dag. Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017 en missti hana árið 2019. Stjarnan sneri svo aftur á Dill árið eftir, og verður áfram eftir tíðindi dagsins. „Við höfðum fengið hana og misst hana. Í fyrra fengum við hana aftur. Það voru heilmikil kaflaskipti í fyrirtækinu og ég var búinn að vera í New York í næstum því fjögur ár. Ég kom til baka, við fengum stjörnuna og erum augljóslega ánægð og sátt með það. Núna er búið að vera, ekki bara fyrir okkur heldur alla veitingastaði landsins, erfitt út af Covid. En ég er ótrúlega ánægður og glaður að við skulum halda þessari stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er til húsa að Laugavegi 59 í Reykjavík.Aðsend Staðir þurfi að sanna sig ár eftir ár Gunnar áréttar að þó hann tali um að „halda stjörnunni“ sér fyrirkomulagið í raun á þá leið að stjarnan sé gefin á hverju ári. Þannig geti veitingastaðir sem fengið hafa stjörnuna aldrei gengið að því vísu að vera veitt stjarna aftur árið eftir. „Þú þarft í raun að sýna og sanna á hverju ári að þú sért verðugur til að fá stjörnuna. Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir meiriháttar starfsfólk sem vinnur með mér og gerði það að verkum að við skyldum halda þessari stjörnu þrátt fyrir ótrúlega erfiða tíma.“ Gunnar Karl segir sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenninguna á tíma sem þessum, þar sem síðastliðið ár hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir gert veitingastarfsemi allt annað en auðveldari. „Það hafa verið reglur sem fara allt frá því að ég megi mest vera með níu gesti og verði að henda þeim út fyrir klukkan níu, eða hvað það nú er. Þetta er búið að vera fáránlegt ár og þess vegna er það ótrúlegur léttir að þetta hafi farið svona, að við höldum okkar stjörnu.“ Eitthvað sem skipti máli Gunnar Karl segir helstu áhrif þess að fá stjörnuna felast í meiru en bara viðurkenningu á gæðum staðarins, sem þó vegi þungt. „Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér persónulega að þetta sé eins og sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn af því að við vinnum baki brotnu í að reyna að búa til eitthvað sem skiptir máli og eitthvað sem við elskum og svo vonandi gestirnir okkar augljóslega líka. Svo er það þannig að þegar þú ert með Michelin-stjörnu þá hjálpar það til við að fylla bókunarsíðuna, fá gott starfsfólk og svo framvegis. Þetta helst allt einhvern veginn í hendur.“ Þá sé stjörnukerfi Michelin raunar helsti leiðarvísir sælkera víðs vegar um heiminn og eitthvað sem flestir í þeim hluta veitingabransans sem Dill starfar á stefni að. „Hafandi sagt það þá væri ég alveg ágætur án hans, en engu að síður er ótrúlega gaman að fá þessa viðurkenningu og ég vona að á næstu árum fáum við að sjá fleiri veitingastaði á Íslandi fá þessa stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er sem stendur eini íslenski staðurinn sem er með Michelin-stjörnu, en á leiðarvísi Michelin má þó finna fjóra aðra íslenska veitingastaði sem mælt er með. Það eru staðirnir ÓX, Matur og Drykkur, Sümac og Moss. Allir staðirnir eru í Reykjavík utan þess síðastnefnda, sem er í Grindavík, nánar til tekið við Bláa lónið. Michelin Veitingastaðir Matur Reykjavík Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Ég sit hérna heima hjá mér með öllu starfsfólkinu og fjölskyldunni og við erum að fá okkur smá kampavín,“ sagði Gunnar Karl þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í kvöld. Eðli málsins samkvæmt var hann afar ánægður með að vera veitt stjarnan annað árið í röð, en tilkynnt var hvaða staðir á Norðurlöndunum fengju stjörnuna á blaðamannafundi í dag. Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017 en missti hana árið 2019. Stjarnan sneri svo aftur á Dill árið eftir, og verður áfram eftir tíðindi dagsins. „Við höfðum fengið hana og misst hana. Í fyrra fengum við hana aftur. Það voru heilmikil kaflaskipti í fyrirtækinu og ég var búinn að vera í New York í næstum því fjögur ár. Ég kom til baka, við fengum stjörnuna og erum augljóslega ánægð og sátt með það. Núna er búið að vera, ekki bara fyrir okkur heldur alla veitingastaði landsins, erfitt út af Covid. En ég er ótrúlega ánægður og glaður að við skulum halda þessari stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er til húsa að Laugavegi 59 í Reykjavík.Aðsend Staðir þurfi að sanna sig ár eftir ár Gunnar áréttar að þó hann tali um að „halda stjörnunni“ sér fyrirkomulagið í raun á þá leið að stjarnan sé gefin á hverju ári. Þannig geti veitingastaðir sem fengið hafa stjörnuna aldrei gengið að því vísu að vera veitt stjarna aftur árið eftir. „Þú þarft í raun að sýna og sanna á hverju ári að þú sért verðugur til að fá stjörnuna. Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir meiriháttar starfsfólk sem vinnur með mér og gerði það að verkum að við skyldum halda þessari stjörnu þrátt fyrir ótrúlega erfiða tíma.“ Gunnar Karl segir sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenninguna á tíma sem þessum, þar sem síðastliðið ár hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir gert veitingastarfsemi allt annað en auðveldari. „Það hafa verið reglur sem fara allt frá því að ég megi mest vera með níu gesti og verði að henda þeim út fyrir klukkan níu, eða hvað það nú er. Þetta er búið að vera fáránlegt ár og þess vegna er það ótrúlegur léttir að þetta hafi farið svona, að við höldum okkar stjörnu.“ Eitthvað sem skipti máli Gunnar Karl segir helstu áhrif þess að fá stjörnuna felast í meiru en bara viðurkenningu á gæðum staðarins, sem þó vegi þungt. „Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér persónulega að þetta sé eins og sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn af því að við vinnum baki brotnu í að reyna að búa til eitthvað sem skiptir máli og eitthvað sem við elskum og svo vonandi gestirnir okkar augljóslega líka. Svo er það þannig að þegar þú ert með Michelin-stjörnu þá hjálpar það til við að fylla bókunarsíðuna, fá gott starfsfólk og svo framvegis. Þetta helst allt einhvern veginn í hendur.“ Þá sé stjörnukerfi Michelin raunar helsti leiðarvísir sælkera víðs vegar um heiminn og eitthvað sem flestir í þeim hluta veitingabransans sem Dill starfar á stefni að. „Hafandi sagt það þá væri ég alveg ágætur án hans, en engu að síður er ótrúlega gaman að fá þessa viðurkenningu og ég vona að á næstu árum fáum við að sjá fleiri veitingastaði á Íslandi fá þessa stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er sem stendur eini íslenski staðurinn sem er með Michelin-stjörnu, en á leiðarvísi Michelin má þó finna fjóra aðra íslenska veitingastaði sem mælt er með. Það eru staðirnir ÓX, Matur og Drykkur, Sümac og Moss. Allir staðirnir eru í Reykjavík utan þess síðastnefnda, sem er í Grindavík, nánar til tekið við Bláa lónið.
Michelin Veitingastaðir Matur Reykjavík Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira