Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2021 22:31 Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar