Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 18:20 Sýrlensk börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins. „Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38
Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22