Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. september 2021 14:17 Frá kynningu Ungra umhverfissinna. Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“ Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“
Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira