Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 16:35 Þórhildi Sunnu þykir það skjóta skökku við, í ljósi verka Katrínar, að henni sé hampað sem hetju í baráttu gegn kynferðisofbeldi. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“ KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“
KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26