Enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi? Árni Múli Jónasson skrifar 1. september 2021 09:01 Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar