Þak yfir höfuðið Valdís Ösp Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:30 Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun