Svona bætum við kjör barnafólks Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir skrifa 30. ágúst 2021 13:00 Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar