Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 13:41 Lars Lagerbäck verður ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Getty/Liam McBurney Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32