„Það síðasta sem við þurfum núna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:00 Bjarni Benediktsson segir alvarlegt hversu oft er gripið til verkfalls hér á landi. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11