Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Inga Sæland segir að sambúð flokksins og kirkjunnar hafi verið afar góð. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira