Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 15:07 Alexei Navalní er ekki af baki dottinn þó að hann sitji í fangelsi og bandamenn hans megi ekki bjóða sig fram til þings. Vísir/AP Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36