Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:01 Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar