Bakhjarlar verðmætasköpunar Kristrún Frostadóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:30 Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun