Kjartan Henry sagði Hjörvari að „skíta ekki á sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 11:15 Kjartan Henry svaraði færslu Hjörvars á samfélagsmiðlinum Twitter að loknum sigri KR í Kórnum. Hulda Margrét/Viaplay Mikill hiti var í leik HK og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. KR-ingar lönduðu mikilvægum 1-0 sigri þrátt fyrir að vera manni færri í rúmar 80 mínútur. Hitinn lækkaði lítið þó flautað hafi verið til leiksloka en Kjartan Henry Finnbogason, markaskorari KR-inga í leiknum, svaraði fjölmiðlamanninum Hjörvari Hafliðasyni fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter að leik loknum. HK-ingurinn Hjörvar hrósaði dómara leiksins fyrir allar þær ákvarðanir sem hann tók í leiknum. Að sama skapi fannst honum skelfing að heyra hvernig varamannabekkur KR tjáði sig í leiknum. „Hárrétt í Kórnum. Red card.“ „Annað gula hjá Arnþóri Inga. Spot on.“ „Loksins rautt á bekkinn hjá KR. Heyrist allt í útsendingunni. Skelfing að heyra.“ Eftir að hafa birt myndband úr leiknum þar sem samskipti Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, og dómara leiksins heyrðust kvartaði Hjörvar yfir því að þjálfarinn hafi ekki einu sinni fengið gult spjald. „Skíttu ekki í þig…“ var eitt af svörunum við tísti Hjörvar en það sem vakti athygli er að þetta tíst kom frá Kjartani Henry, leikmanni KR-liðsins. Skíttu ekki í þig — Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) August 16, 2021 Hjörvar endurtísti ummælum Kjartans í kjölfarið. „Nákvæmlega þetta er það sem ég elskaði við Pepsi Mörkin i den. Þá var alvöru hiti. Það var þáttur og svo hnífabardagar strax eftir þátt. Dr. Football droppar i hádeginu á morgun. Aðal vondi kallinn úr þeim þáttum er mættur aftur i deildina.“ Nákvæmlega þetta er það sem ég elskaði við Pepsi Mörkin i den. Þá var alvöru hiti. Það var þáttur og svo hnífabardagar strax eftir þátt. @drfootballpod droppar i hádeginu á morgun. Aðal vondi kallinn úr þeim þáttum er mættur aftur i deildina. https://t.co/BU5WjxgdN5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 16, 2021 Hjörvar hélt svo áfram að tjá sig um sigur KR nú í morgunsárið. „Verðum samt líka að geta hrósað fyrir alvöru shithousery. Þetta er beint úr Simeone skólanum. Reyndar á móti HK.“ „Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt,“ segir hann meðal annars á Twitter-síðu sinni í dag. Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 17, 2021 Eftir sigur í Kórnum er KR með 29 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Víkingum sem eru í 2. sæti. HK er í 11. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR HK Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. 17. ágúst 2021 10:01 Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. 16. ágúst 2021 23:00 Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi. 17. ágúst 2021 09:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Hitinn lækkaði lítið þó flautað hafi verið til leiksloka en Kjartan Henry Finnbogason, markaskorari KR-inga í leiknum, svaraði fjölmiðlamanninum Hjörvari Hafliðasyni fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter að leik loknum. HK-ingurinn Hjörvar hrósaði dómara leiksins fyrir allar þær ákvarðanir sem hann tók í leiknum. Að sama skapi fannst honum skelfing að heyra hvernig varamannabekkur KR tjáði sig í leiknum. „Hárrétt í Kórnum. Red card.“ „Annað gula hjá Arnþóri Inga. Spot on.“ „Loksins rautt á bekkinn hjá KR. Heyrist allt í útsendingunni. Skelfing að heyra.“ Eftir að hafa birt myndband úr leiknum þar sem samskipti Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, og dómara leiksins heyrðust kvartaði Hjörvar yfir því að þjálfarinn hafi ekki einu sinni fengið gult spjald. „Skíttu ekki í þig…“ var eitt af svörunum við tísti Hjörvar en það sem vakti athygli er að þetta tíst kom frá Kjartani Henry, leikmanni KR-liðsins. Skíttu ekki í þig — Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) August 16, 2021 Hjörvar endurtísti ummælum Kjartans í kjölfarið. „Nákvæmlega þetta er það sem ég elskaði við Pepsi Mörkin i den. Þá var alvöru hiti. Það var þáttur og svo hnífabardagar strax eftir þátt. Dr. Football droppar i hádeginu á morgun. Aðal vondi kallinn úr þeim þáttum er mættur aftur i deildina.“ Nákvæmlega þetta er það sem ég elskaði við Pepsi Mörkin i den. Þá var alvöru hiti. Það var þáttur og svo hnífabardagar strax eftir þátt. @drfootballpod droppar i hádeginu á morgun. Aðal vondi kallinn úr þeim þáttum er mættur aftur i deildina. https://t.co/BU5WjxgdN5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 16, 2021 Hjörvar hélt svo áfram að tjá sig um sigur KR nú í morgunsárið. „Verðum samt líka að geta hrósað fyrir alvöru shithousery. Þetta er beint úr Simeone skólanum. Reyndar á móti HK.“ „Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt,“ segir hann meðal annars á Twitter-síðu sinni í dag. Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 17, 2021 Eftir sigur í Kórnum er KR með 29 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Víkingum sem eru í 2. sæti. HK er í 11. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR HK Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. 17. ágúst 2021 10:01 Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. 16. ágúst 2021 23:00 Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi. 17. ágúst 2021 09:15 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. 17. ágúst 2021 10:01
Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. 16. ágúst 2021 23:00
Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi. 17. ágúst 2021 09:15