Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 11:05 Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni. Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni.
Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira