Umdeilt fjölmiðlafrumvarp samþykkt og stjórnin missir meirihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2021 08:03 Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í Varsjá og víðar á þriðjudagskvöld. EPA Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt fjölmiðlafrumvarp sem stjórnarandstæðingar segja miða að því að múlbinda sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á störf stjórnar landsins. Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi. Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi.
Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira