Áhyggjufull vegna loftslagsbreytinga: „Aumingja barnabarnabarnabörnin mín“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:38 Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. visir Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. Sumir telja ríkisstjórnina ekki gera nóg og ein óttast að barnabarnabarnabörnin muni eiga slæma tíma á jörðinni. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn. Loftslagsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn.
Loftslagsmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira