Er þitt blóð verra en mitt? Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:01 Nú þegar hinsegin dagar ganga í garð er gott að líta aðeins í kringum sig og hugsa. Hugsa afhverju erum við enn að minna á rétt hinsegin fólks og baráttu þeirra? Hugsa hvað viljum við gera betur? Og hvar getum við gert betur? Við höldum kannski að jafnréttið sé vel á veg komið á sem flestum stöðum hér á litla Íslandi, eða að minnsta kosti á mjög góðri leið þangað. En svo verður manni litið til reglna á borð við þær sem blóðbankinn hefur sett. Banki sem við vitum aldrei hvenær við, eða einhver nákominn okkur, gæti þurft á að halda. Bankinn sem bjargar lífum og við viljum að sé stútfullur og reiðubúinn þegar fólk þarf á að halda. Ég hef ekki mátt gefa blóð síðustu ár þar sem ég fæ mér af og til stöku flúr, en er alltaf á leiðinni eins og svo margir, því ég vil leggja mitt af mörkum. Mér finnst nefnilega mikilvægt að við getum öll lagt okkar af mörkum. Það er hins vegar þannig að bankinn gerir upp á milli blóðs. Ekki vegna litarháttar, ekki vegna trúar eða kyns heldur vegna kynhneigðar. Grunlaus um fordóma samfélagsins bárust mér fregnir af þessu fyrir stuttu síðan og hef ég eiginlega ekki getað hætt að hugsa um þetta síðan. Reglur bankans Reglurnar eru þannig að karlmaður má ekki gefa blóð ef hann hefur stundað kynlíf með öðrum karlmanni, engu skiptir hvort þaðséu skyndikynni eða hann í sambúð. Þannig mega til dæmis tveir karlmenn sem eru par og búnir að vera lengi saman ekki gefa blóð. En kona sem hefur verið með mörgum mismunandi mönnum má hinsvegar gefa nokkra millilítra þegar henni sýnist, svo lengi sem enginn þeirra manna sem hún hefur verið með hafi á sinni ævi stundað kynlíf með öðrum manni. Nú veit ég ekki hvort fólk leggi það í vana sinn að spyrja bólfélaga sína að því en einhvernveginn hljómar það ólíklegt og þ.a.l regla sem erfitt er að framfylgja. Samkynhneigðir menn mega hinsvegar gefa líffæri eins einkennilega og það hljómar. Tekið frá reglum blóðbankans: Þú mátt ekki gefa blóð ef þú: Ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann; Konur: Hefur verið með einhverjum karlmanni sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann Hver eru rökin? Rökin að baki eru þau að karlmenn séu líklegri til þess að bera HIV á milli sín. Þetta kann að vera rétt staðreynd, en stenst sú staðreynd tímans tönn? Er tæknin ekki orðin betri en þetta? Vissulega voru samkynhneigðir menn líklegri til þess að smitast af HIV hér á árum áður og eru það enn. En líkurnar eru ekki sambærilegar þeim sem voru. HIV er ekki lengur sjúkdómur sem fólk getur ekki lifað með. Fólk lifir með honum eins og öðrum sjúkdómum. Allt blóð er skimað fyrir HIV sem og lifrabólgu og fleiru til þess einmitt að ganga úr skugga um að blóðið sé heilbrigt. Í samtali mínu við hjúkrunarfræðing á göngudeild smitsjúkdóma kom einnig fram að flestir samkynhneigðir menn passa betur uppá kynheilsu sína en flestir aðrir. Margir eru á prep sem er fyrirbyggjandi lyf og á að minnka líkur á HIV smiti. Lítið er um nýjar greiningar á síðustu árum en fjölgun á skráðum einstaklingum er vegna þeirra sem flytja hingað. Þeir aðilar koma frá Bandaríkjunum, evrópu og allsstaðar að. Því hér er gott að vera, þegar þeir skrá sig í heilbrigðiskerfið okkar með þekkt smit er það flokkað sem “nýtt smit”. Af þessum 300 virku smitum á Íslandi í dag eru samkynhneigðir menn ca þriðjungur þeirra. Það hlufall hefur hækkað, en aftur ekki vegna nýrra smita heldur vegna þess að Ísland er aðdráttarafl fyrir samkynhneigða menn í heiminum. Bretland hefur afnumið þessa reglu og eins hafa önnur lönd í kringum okkur gert hið sama með einhverjum hætti, og sett þá tímamörk á skírlífi fyrir blóðgjöfina sem hægt er að rökræða endalaust hver eigi að vera og hvort þau eigi þá að ná yfir alla eða ekki. Þá spyr ég: Hvar er jafnréttið? Ætlum við ekki að standa með fjölbreytileikanum alls staðar? Bara sumstaðar? Eru þetta kannski bara reglurnar því enginn hefur haft orð á þessu eða gleymst hefur verið að leiðrétta þær? Svo ég spyr aftur: Er ekki allt blóð skimað hvort sem er? Er samkynhneigt blóð verra en annað blóð? Er heilbrigt blóð ekki bara heilbrigt blóð eins og ást er ást? Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Brynja Dan Gunnarsdóttir Blóðgjöf Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hinsegin dagar ganga í garð er gott að líta aðeins í kringum sig og hugsa. Hugsa afhverju erum við enn að minna á rétt hinsegin fólks og baráttu þeirra? Hugsa hvað viljum við gera betur? Og hvar getum við gert betur? Við höldum kannski að jafnréttið sé vel á veg komið á sem flestum stöðum hér á litla Íslandi, eða að minnsta kosti á mjög góðri leið þangað. En svo verður manni litið til reglna á borð við þær sem blóðbankinn hefur sett. Banki sem við vitum aldrei hvenær við, eða einhver nákominn okkur, gæti þurft á að halda. Bankinn sem bjargar lífum og við viljum að sé stútfullur og reiðubúinn þegar fólk þarf á að halda. Ég hef ekki mátt gefa blóð síðustu ár þar sem ég fæ mér af og til stöku flúr, en er alltaf á leiðinni eins og svo margir, því ég vil leggja mitt af mörkum. Mér finnst nefnilega mikilvægt að við getum öll lagt okkar af mörkum. Það er hins vegar þannig að bankinn gerir upp á milli blóðs. Ekki vegna litarháttar, ekki vegna trúar eða kyns heldur vegna kynhneigðar. Grunlaus um fordóma samfélagsins bárust mér fregnir af þessu fyrir stuttu síðan og hef ég eiginlega ekki getað hætt að hugsa um þetta síðan. Reglur bankans Reglurnar eru þannig að karlmaður má ekki gefa blóð ef hann hefur stundað kynlíf með öðrum karlmanni, engu skiptir hvort þaðséu skyndikynni eða hann í sambúð. Þannig mega til dæmis tveir karlmenn sem eru par og búnir að vera lengi saman ekki gefa blóð. En kona sem hefur verið með mörgum mismunandi mönnum má hinsvegar gefa nokkra millilítra þegar henni sýnist, svo lengi sem enginn þeirra manna sem hún hefur verið með hafi á sinni ævi stundað kynlíf með öðrum manni. Nú veit ég ekki hvort fólk leggi það í vana sinn að spyrja bólfélaga sína að því en einhvernveginn hljómar það ólíklegt og þ.a.l regla sem erfitt er að framfylgja. Samkynhneigðir menn mega hinsvegar gefa líffæri eins einkennilega og það hljómar. Tekið frá reglum blóðbankans: Þú mátt ekki gefa blóð ef þú: Ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann; Konur: Hefur verið með einhverjum karlmanni sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann Hver eru rökin? Rökin að baki eru þau að karlmenn séu líklegri til þess að bera HIV á milli sín. Þetta kann að vera rétt staðreynd, en stenst sú staðreynd tímans tönn? Er tæknin ekki orðin betri en þetta? Vissulega voru samkynhneigðir menn líklegri til þess að smitast af HIV hér á árum áður og eru það enn. En líkurnar eru ekki sambærilegar þeim sem voru. HIV er ekki lengur sjúkdómur sem fólk getur ekki lifað með. Fólk lifir með honum eins og öðrum sjúkdómum. Allt blóð er skimað fyrir HIV sem og lifrabólgu og fleiru til þess einmitt að ganga úr skugga um að blóðið sé heilbrigt. Í samtali mínu við hjúkrunarfræðing á göngudeild smitsjúkdóma kom einnig fram að flestir samkynhneigðir menn passa betur uppá kynheilsu sína en flestir aðrir. Margir eru á prep sem er fyrirbyggjandi lyf og á að minnka líkur á HIV smiti. Lítið er um nýjar greiningar á síðustu árum en fjölgun á skráðum einstaklingum er vegna þeirra sem flytja hingað. Þeir aðilar koma frá Bandaríkjunum, evrópu og allsstaðar að. Því hér er gott að vera, þegar þeir skrá sig í heilbrigðiskerfið okkar með þekkt smit er það flokkað sem “nýtt smit”. Af þessum 300 virku smitum á Íslandi í dag eru samkynhneigðir menn ca þriðjungur þeirra. Það hlufall hefur hækkað, en aftur ekki vegna nýrra smita heldur vegna þess að Ísland er aðdráttarafl fyrir samkynhneigða menn í heiminum. Bretland hefur afnumið þessa reglu og eins hafa önnur lönd í kringum okkur gert hið sama með einhverjum hætti, og sett þá tímamörk á skírlífi fyrir blóðgjöfina sem hægt er að rökræða endalaust hver eigi að vera og hvort þau eigi þá að ná yfir alla eða ekki. Þá spyr ég: Hvar er jafnréttið? Ætlum við ekki að standa með fjölbreytileikanum alls staðar? Bara sumstaðar? Eru þetta kannski bara reglurnar því enginn hefur haft orð á þessu eða gleymst hefur verið að leiðrétta þær? Svo ég spyr aftur: Er ekki allt blóð skimað hvort sem er? Er samkynhneigt blóð verra en annað blóð? Er heilbrigt blóð ekki bara heilbrigt blóð eins og ást er ást? Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar