Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 12:03 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira