„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:36 Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, . Stöð 2 Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“ Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51